fast-image-resizer

Gott tól til að breyta stærðum mynda

Fast Image Resizer er einfalt og gott forrit til að breyta stærðum margra mynda í einu.  T.d. ef þú þarf að vinna myndir fyrir vef,  minka þær fyrir tölvupóst eða stafræna myndarammann.

Þú einfaldlega setur allar myndirnar, sem þú villt breyta, í eina möppu.  Síðan opnar þú forritið, stillir þá stærð sem þú vilt fá út og dregur svo möppuna inn í forritið.  Forritið mallar svo á þessu í smá stund og skilar svo út nýrri möppu með myndunum í réttri stærð.

Hvaða stærð ætti ég að velja ?

Ef þú ert að búa til myndasafn sem á að fara á vefsíðu Þá myndi ég segja að 800 x 600 sé fín stærð.  Það getur þó verið mismunandi eftir því hvað þú ert að sýna.

Ef þú ert með stafrænan myndaramma þá er ágætt að skoða í hvaða upplausn hann sýnir myndirnar.  Að hafa myndirnar stærri en sú upplausn er alger sóun á plássi.  Með því að minka myndirnar niður í þá stærð sem ramminn sýnir áttu jafnvel möguleika á því að koma einhverjum hundruðum mynda á tiltölulega lítið minniskort.
Þú getur sótt Fast Image Resizer t.d. hér:  http://adionsoft.net/fastimageresize/

Myndbandið hér fyrir neða lýsir svo nokkuð vel hvernig þú notar Fast Image Resizer

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *