pdfprotect

Læsa pdf skjölum með lykilorði

Það geta komið upp tilvik þar sem þú vilt geta læst pdf skjölum með lykilorði. Fría útgáfan af Acrobat reader leyfir þetta ekki og það er e.t.v. frekar fúlt að þurfa að kaupa pro útgáfuna ef það er ekki daglegt brauð hjá þér að læsa skjölum með lykilorði.
Fyrir þá sem þurfa að gera svona hluti einstaka sinnum og jafnvel bara eitt skjal í einu þá eru yfirleitt til tól á internetinu sem gera þessa hluti fyrir þig án þess að þú þurfir að setja eitthvað upp á tölvuna þína.
Ein af þessum síum er t.d. PDF protect www.pdfprotect.net Þar er þér boðið að velja skjal af tölvunni þinni og velja lykilorð. Að lokum smellir þú á Protect takkann og þá hleður þú niður afriti af upprunalega skjalinu, nema að núna getur þú ekki opnað það nema að slá inn lykilorðið sem þú valdir.
Þetta getur verið þægilegt ef þú ert t.d. með viðkvæm gögn sem þú þarft að senda í tölvupósti.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *