ninite

Haltu forritunum þínum „up to date“

Eins og þið hafið eflaust tekið eftir þá er ég mjög hrifinn af þeim hlutum sem hægt er að gera beint í gegnum vefin án þess að þurfa að setja upp sérstök forrit á tölvunni þinni.
Einn af þessum vefum er ninite.com og er hann einn af mínum uppáhalds.
Á ninite er hægt að safna saman öllum helstu forritum sem þú þarft í tölvunni þinni og hlaða þeim niður í einni lítilli skrá. Þegar þú svo keyrir skránna þá setur ninite upp öll forritin sem þú valdir sjálfkrafa á meðan þú slappar af með kaffibollann. Þetta hentar einkar vel fyrir þá sem eru oft að setja upp tölvur.
Önnur snilld við þetta litla forrit er að þú getur svo geymt skránna (t.d. á desktop). Reglulega smellir þú svo á skránna og þá athugar forritið hvort þú sért með nýjustu útgáfuna af öllum þeim forritum sem þú valdir upphaflega og uppfærir þau sem þarf. Ninite er líka svo tillitsamt að það segir nei við öllu auka dóti ss. stikum í browser og öðru sem menn reyna að troða með í uppsetningu.

 

ninite  https://ninite.com/

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *