ingress

Ingress leikurinn frá Google

Ég spila ekki tölvuleiki og ætla mér í raun ekki að hætta mér út í þann heim.  Félagi kynnti mig, hinsvegar, fyrir leik um daginn sem ég ákavað að gefa smá séns.  ATH að ég skrifaði ekki tölvuleikur því í raun er hann það ekki.  Hann sníst samt, í megin dráttum, um sömu hluti (eins og ég hef skilið tölvuleiki)  Þú helgar þér svæði, ræðst á óvini,  safnar orku, vopnum og öllu því sem því fylgir.

Það sem náði mér er að spilaborðið sjálft er ekki bundið við tölvuskjá heldur er það heimurinn sjálfur.  Þú þarft ss. að ferðast á milli staða í raunveruleikanum og fara á þá staði sem þú ert að vinna með.

Það tæki sem þú notar er síminn þinn.  Síminn notar GPS og kort frá Google til að staðsetja þig og þá staði sem þú þarft að koma þér á.

Þessi leikur hefur orðið til þess að ná fjöldanum öllum af fólki sem áður sat límt við tölvuskjáinn til að fara út úr húsi og hreyfa sig.  Staðirnir sem þú þarft að fara á eru yfirleitt þekkt kennileiti ss. stittur, kirkjur o.fl.  Oftar en ekki er staðsetningar þannig að illmögulegt er að spila að einhverju viti nema að notast við reiðhjól eða tvo jafnfljóta.

Þessi leikur hefur orðið til þess að undanfarið hef ég sést hjóla fram og aftur um bæinn og stoppa á hinum furðulegustu stöðum til að fikta í símanum mínum.

Mæli með að þið kynnið ykkur málið á ingress.com og spilið með :-)

 

 
ingress_small ingress.com
ingress_small skoða spilaborðið sjálft
google play Ingress á google play
 appstore ingress á App Store

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *