chrome

Vandræði með vefpóst í Chrome vafranum frá Google

Þið sem notið Chrome browserinn frá Google hafið etv. verið að lenda í vandræðum með ýmsar aðgerðir í vefpósti sem er í Exchange umhverfi frá Microsoft (t.d. https://postur.fyrirtaeki.is).
Þetta lýsir sér þannig að ekki er hægt að hengja viðhengi við, opna tengiliðaskránna o.fl.
Þetta vandamál virðist tengjast Chrome sem er er í útgáfu 37 og hærra.
Lausnin sem virkaði hjá mér er að gera smá breytingar á Registry.
Einfaldast er að sækja þessa skrá hér, keyra hana og endurræsa tölvuna.

Fyrir þá sem vilja frekar gera þessa breytingu handvirkt geta notast við þessar leiðbiningar:
ATH! Ekki gera neitt í registry nema að þú vitir hvað þú ert að gara. Einnig mæli ég með að taka afrit áður en nokkru er breytt.
Þetta snýst um að virkja aftur „showModalDialog“ API sem hefur verið óvirkt í Chrome síðan í útgáfu 37

HKEY_CURRENT_USER\Software\Policies\Google\Chrome\EnableDeprecatedWebPlatformFeatures

Value name: 1
Value type: REG_SZ
Value: ShowModalDialog_EffectiveUntil20150430

 
chrome upphaflega greinin

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *