java_logo2

Hvað er þetta Java?

  • Hvað er java?
  • Þarf ég java?
  • Af hverju óskar tölvan endalaust eftir að uppfæra java?

 

Hvað er Java?

Java er forritunarmál sem margar vefsíður og forrit, í tölvunni þinni, nota til að birta ýmsar upplýsingar. Java er forritunarmál sem notast við ákveðinn túlk ( Javaforritið sem þú setur upp í tölvunni) til að birta upplýsingarnar. Forritunarmálið hefur náð gríðarlegum vinsældum og ekki síst, vegna þess að það nýtist á mjög mörgum stýrikerfum. Þá eru mismunandi túlkar notaðir til að birta upplýsingarnar með réttum hætti miðað við stýrikerfið sem þú ert að nota.
Auk túlksins þarf að setja upp viðbætur fyrir þann vafra sem þú ert að nota. Vafrinn biður yfirleitt um að fá að setja upp viðbótina þegar hennar er þörf.

Þarf ég Java?

Þar sem þessi síða leitast við að aðstoða notendur með lágmarks tölvuþekkingu, þá er svarið já.
Ef þið hinsvegar skoðið hvað menn hafa að segja, hér á netinu, þá sjáið þið fljótt að Java er mjög umdeilt.  Margir mæla með að henda því út og setja það ekki upp nema naðsin krefji.  Það er örugglega hægt að komast ansi langt án þess að setja upp Java á heimilistölvunni.  Mitt mat er þó að það komi verulega niður á upplifun manna og hinn almenni tölvunotandi verði fljótt pirraður þegar ákveðnir hlutar úr vefsíðum birtast ekki o.þ.h.  Við viljum jú alltaf njóta allra þeirra kosta sem internetið og forrit í tölvunni hafa uppá að bjóða.

Mjög mörg sérhæfð forrit og vefir notast við Java og er því mjög líklegt að tölvur sem notaðar eru við vinnu krefjist þess að Java sé uppsett á vélinni. Það eru t.d. ýmsir vefir sem notaðir eru við kennslu, tölvubiðlarar ss. Tölvusímar, Gegnir sem bókasöfn nota o.fl.

 

Af hverju óskar tölvan endalaust eftir að uppfæra java?

Aðal ástæðan fyrir því að Java er svona umdeilt er að það er mjög vinsæl leið tölvuþrjóta inn í tölvukerfi.  Daglega finnast öryggisgallar og því eru stanslaust hundruðir manna að vinna við að bæta kerfið.

Þegar Java óskar eftir að fá að uppfæra, þá er það ekki að biðja um að setja upp einhverja nýja og flottari útgáfu af forritinu heldur að setja inn lagfæringar á öryggisgöllum sem hafa komið í ljós. Þess vegna er mikilvægt að hunsa ekki þessar uppfærslur og vera ávalt með nýjustu útgáfuna.

Það eru hins vegar alltaf undantekningar. Í sumum tilfellum þegar verið er að notast við hugbúnað, sem notar Java, frá þriðja aðila, þá þarftu að vera viss um að þessi hugbúnaður gangi á nýjustu útgáfu Java. Í þeim tilfellum er gott að vera í sambandi við þjónustuaðila hugbúnaðarins áður en uppfært er. Í svona tilfellum er það oft kerfisstjórinn þinn sem sér um slíkar uppfærslur og best að láta hann allveg um þessa hluti.

wikipedia Meira um Java á Wikipedia
Java Heimasíða Java

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *